Vísindasmiðjan

Fimmti bekkur brá sér af bæ í vikunni 1. – 5. nóv og fræddist um „nýjustu tækni“ og vísindi. Að sjálfsögðu voru krakkarnir kennurum sínum og skólanum til sóma. Voru áhugasöm og héldu athyglinni allan tímann. Vel var tekið á móti þeim af starfsmönnum smiðjunnar og náðu þau vel til krakkanna.