Skip to content

Viðmið um skólasókn og viðbrögð

Samkvæmt 15. gr. grunnskólalaga eru öll börn á aldrinum 6 til 16 ára skólaskyld. Foreldrar bera ábyrgð á því að börn á skólaskyldualdri innritist í skólann og stundi þar nám samkvæmt 19 grein grunnskólalaganna. Ef misbrestur verður á skólasókn barns ber foreldrum og forráðamönnum og skólanum skylda til að bregðast við. Breiðagerðisskóli hefur sett sér eftirfarandi viðmið um viðbrögð þegar skólasókn nemanda er ábótavant. Viðmiðin eru byggð á skýrslu starfshóps um samræmd viðmið í grunnskólum Reykjavíkur við skólaforðun.