Skip to content

Upplestrarkeppnin 2019 – 2020

Upplestrarkeppnin 2019 – 2020

Þann tíunda mars var Stóra upplestrarkeppnin haldin í skólanum. Stóra upplestrarkeppnin er árviss viðburður í sjöunda bekk þar sem allir nemendur æfa sig í vönduðum upplestri og keppa síðan í upplestri. Fyrst lesa allir inni í bekk og nokkrir sem þykja sérstaklega góðir keppa síðan í upplestri í hátíðarsalnum okkar. Sigurvegararnir þar keppa síðan við bestu lesarana í nágrannaskólunum í Grensáskirkju.

Í ár kom upp sérstök staða því þeir sem hlustuðu á upplesturinn í bekkjunum gátu ómögulega gert upp á milli og voru að endingu búnir að velja hvorki meira né minna en sextán keppendur. Allir mættu keppendurinir galvaskir í púlt og lásu hver öðrum betur. Að endingu ákvað dómnefndin að Davíð Ómar Kristjánsson og Oddný Mínervudóttir væru bestu lesarar skólans og myndu keppa fyrir skólans hönd í lokakeppninni. Kristleifur Heiðar Helguson varð í þriðja sæti og ef önnur hinna tveggja forfallaðist hleypur hann í skarðið.

Skömmu eftir að keppnin var haldin í skólanum skall á samkomubann. Þegar þetta er skrifað er aldeilis óljóst hvort nokkuð verður af lokakeppninni. Hvað sem því líður meiga þau öll vera stolt af sér því fallega var lesið í hátíðarsalnum okkar.

Hér má sjá myndir frá keppninni.