Skip to content

Upplestrarkeppnin 2018

Á miðvikudaginn í síðustu viku var lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar haldin í Grensáskirkju. Þar kepptu Agnes og Una í 7. bekk fyrir Breiðagerðisskóla við bestu upplesarana í 7. bekkjum í nágrannaskólunum. Viktor var síðan varamaður, tilbúinn til að hlaupa í skarðið ef aðallesari forfallaðist. Þau þrjú höfðu áður orðið hlutskörpust í innanskólakeppninni hér í skólanum.

Lesarar og varamenn í keppninni í Grensáskirkju með rósir sem þau fengu að launum.

Eins og við var að búast voru Agnes og Una skólanum sínum til mikils sóma. Þær lásu textann sinn og ljóðin fallega. Þær hlutu samt ekki náð fyrir augum dómnefndarinnar og urðu ekki í einu af þremur efstu sætunum. Með þátttökunni fæst samt verðmæt reynsla því það krefst æfingar að lesa upp fyrir fjölda fólks.