Skip to content

Tónlist á aðventu

Hér spilar nemandi í 5. bekk fyrir gesti og gangandi. Það var ánægjulegt að sjá hvað tónlistarmennirnir fengu gott hljóð á meðan þeir voru að spila.

Það er aldrei of mikið af tónlist. Sérstaklega ekki á aðventunni. Í skólanum er fjöldi nemenda að læra á hljóðfæri og okkur datt í hug að bjóða þeim að spila lögin sín fyrir nemendur sem eru mættir snemma í skólann og eru að bíða eftir fyrstu kennslustund. Sigrún tónmenntakennari raðaði nemendum niður á nokkra daga og þeir fyrstu spiluðu í morgun. Núna eru flestir tónlistarnemendurnir að æfa jólalögin þannig að við fengum að sjálfsögðu að heyra nokkur jólalög. Það var samt ekki skylda að spila jólalög þótt jólin séu á næsta leiti. Sumir spiluðu lög sem þeir hafa verið að æfa með tónlistarkennurunum sínum undanfarið. Það er gott að byrja daginn með tónlist.