Skip to content

Þakkardagur vinaliða í janúar 2021

Í síðustu viku var þakkardagur vinaliðanna sem voru að ljúka störfum. Skólastjórinn kom og þakkaði þeim alveg sérstaklega fyrir vel unnin störf því vinaliðarnir höfðu staðið sig virkilega vel að stjórna og skipuleggja leiki í frímínútum. Þannig hafa þau lagt mikið af mörkum til að efla jákvæðan skólabrag. Reyndar voru vinaliðarnir óheppnir því einhver veiruskömm truflaði þau dálítið. Vegna hennar fengu þau ekki að stjórna leikjum í eins mörgum frímínútum og annars hefði verið. Vinaliðaforingjarnir þau Atli og Magnea afhentu síðan viðurkenninarskjöl og vinaliðakort.

Á myndina vantar nokkra nemendur úr þriðja bekk því þeir voru í sóttkví á þakkardaginn. Æ, já, svona heldur veiran áfram að trufla okkur í skólanum