Skip to content

Eineltisáætlun

Breiðagerðisskóli er þátttakandi í Olweusarverkefninu gegn einelti, sem er samstarfsverkefni menntamálaráðuneytisins, Samband íslenskra sveitafélaga, Kennarasambands Íslands og Heimilis og skóla.

Olweusaráætlunin er kennd við Dan Olweus, sálfræðing og prófessor við háskólann í Bergen. Áætlunin byggir á áralöngum og viðamiklum rannsóknum á einelti í Svíþjóð og Noregi undir stjórn Dan Olweusar. Áætlunin hefur verið prófuð við marga skóla, m.a. í Bandaríkjunum þar sem hún var valin ein af tíu bestu af 400 slíkum áætlunum.

Skilgreining Olweusar á einelti

 • Einelti er ofbeldi, líkamlegt og/eða andlegt þar sem einn eða fleiri níðast á einum sem á erfitt með að verja sig.
 • Einelti er endurtekið atferli og á sér stað reglubundið um lengri eða skemmri tíma.

Breiðagerðisskóli innleiddi Olweusaráætlunina í skólann á árunum 2002 - 2004. Skólinn er virkur þátttakandi í verkefninu og notar aðferðafræði Olweusar við úrlausn eineltismála og í forvörnum gegn einelti.

Verkefnastjóri Olweusaráætluninnar er Magnea Jóhannsdóttir, námráðgjafi. Ráðgefandi eineltisteymi er auk þess starfandi við skólann.

Markmið eineltisáætlunar Olweusar:

 • Draga úr tækifærum til eineltis.
 • Skapa þannig andrúmsloft að einelti borgi sig ekki.
 • Endurbæta félagslegt umhverfi í skólanum og að það sé í sífelldri endurskoðun.

Megininntak áætlunarinnar er fræðsla. Allt starfsfólk skólans fær reglulega fræðslu um það hvað einelti er, hvernig unnt er að vinna gegn því og hvernig skuli bregðast við því einelti sem upp kann að koma.

Allir starfsmenn fá handbók sem unnið er eftir. Foreldrar nemenda fá einnig handbók um einelti. Áætlunin er kynnt á kynningarfundum fyrir foreldra/forráðamanna á haustin.

Starfsreglur Olweusar:

 • Hinir fullorðnu sýna nemendum hlýlegt og jákvætt viðmót.
 • Virkt eftirlit fullorðinna í skólanum og á skólalóðinni.
 • Ákveðnar og skýrar aðgerðir viðhafðar gegn andfélagslegri hegðun nemenda.
  Viðurlög gilda við óviðunandi atferli nemenda, þó aldrei líkamlegt né niðurlægjandi viðurlög.
 • Hinir fullorðnu eru fyrirmyndir sem sýna myndugleika og samstöðu.
 • Virk hlutdeild nemenda með fræðslu/umræðum/bekkjarfundum.

Eineltishringinn þekkja nemendur vel enda mikið nýttur til að útskýra hugtakið einelti og stöðu einstaklinga í hóp þar sem einelti er til staðar.

Nemendur fá fræðslu. Á hverju skólaári er rætt við nemendur í öllum árgöngum um skilgreininguna á einelti, birtingarform eineltis og afleiðingar þess fyrir gerendur og þolendur, ófrávíkjanlegar bekkjarrelgur er varða einelti, eineltishringinn, sýnd myndbönd um einelti, haldnir bekkjarfundir o.fl.

Bekkjarreglur Olweusar eru ófrávíkjanlegar og Breiðagerðisskóli ætlast til þess að allir nemendur fylgi þeim reglum:

 • Við leggjum ekki aðra í einelti.
 • Við reynum að aðstoða þá nemendur sem verða fyrir einelti.
 • Við eigum líka að vera með nemendum sem auðveldlega (lenda) í að verða einir.
 • Ef við vitum að einhver nemandi er lagður í einelti eigum við að segja umsjónarkennara (eða öðrum starfsmanni í skólanum) frá því og líka fólkinu heima.

Eitt tæki Olweusaráætlunarinnar til að greina einelti er spurningakönnun sem lögð er fyrir alla nemendur í 4. - 7. bekk. Niðurstöður hennar eru birtar í sjálfsmatsskýrslu skólans.

Meðferð eineltismála í Breiðagerðisskóla skv. aðgerðaráætlun Olweusar:

1. Tilkynning:

Vakni grunur um einelti skal gera umsjónarkennurum þolanda/geranda grein fyrir málinu.

2.  Upplýsingaöflun:

Umsjónarkennari (getur leitað aðstoðar aðila innan skólans) leitar eftir nánari upplýsingum sem víðast, t.d. hjá starfsfólki skólans, nemendum og foreldrum. Tekur viðtöl við nemendur, ráðfærir sig við samstarfsfólk t.d. samkennara, deildastjóra, skólastrjórnendur, námsráðgjafa, skólasálfræðing o.fl.

3. Aðgerðir:

Meti umsjónakennari að lokinni slíkri athuguna að um einelti sé að ræða gerir hann foreldrum þeirra aðila sem hlut eiga að máli grein fyrir stöðunni.
Foreldrum sagt frá vinnuferli skólans í eineltismálum og óskað eftir samvinnu við foreldra til að uppræta eineltið. Þegar það á við gerir umsjónarkennari stjórnendum, kennurum og starfsmönnum sem að málinu koma viðvart. Ætíð skal þolanda/þolendum tryggt öryggi eftir því sem kostur er og honum/þeim gerð grein fyrir að einelti sé ekki liðið í skólanum og að það verði stöðvað.