Skip to content

Sérkennsla og stuðningur

Í 17. grein Grunnskólalaga nr.91/2008 kemur fram að nemendur eiga rétt á að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í almennum grunnskóla án aðgreiningar, án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis. Í skólanámskrá kemur fram hvernig skólinn hyggst mæta mismunandi þörfum nemenda.

Stefna Reykjavíkurborgar um sérkennslu og stuðning hefur skóla án aðgreiningar að megin leiðarljósi. Í því felst að skólinn veiti öllum nemendum sínum þjónustu fötluðum jafnt sem ófötluðum. Kennaranum er ætlað að aðlaga kennslu sína að nemendahópnum og þarf því að beita mismunandi kennsluaðferðum og vera með mismunandi viðfangsefni fyrir nemendur sína. Nú er unnið eftir stefnu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og lögð er áhersla á:

  • Stuðning og ráðgjöf fyrir kennara,
  • Sérkennslu fyrir nemendur sem ekki geta fylgt árganganámskrá og er kennt samkvæmt
  • Einstaklingsnámskrá sem er löguð að þroska og getu hvers og eins,
  • Stuðning við nemendur sem þurfa tímabundna aðstoð utan eða innan bekkjar.

Nánari upplýsingar um stuðning má finna á bls. 53 - 62 í Boðbera - Stefnu- og starfsáætlun Breiðagerðisskóla.