Skip to content

Heilsugæsla

Heilsugæsla Breiðagerðisskóla er á vegum Heilsugæslunnar í Efstaleiti, sími: 513 5350. Meginmarkmið skólaheilsugæslu er að börnin fái að vaxa, þroskast og stunda nám sitt við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á. Starfsfólk skólaheilsugæslu vinnur í náinni samvinnu við foreldra / forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem veita skólabarninu þjónustu.

Viðverutími skólahjúkrunarfræðings

Guðmunda María Sigurðaróttir skólahjúkrunarfræðingur er við á mánudögum frá 8 - 12, þriðjudögum frá 8 - 16:00 og á miðvikudögum frá 8:00 - 16:00. Síminn hjá henni er 411-7314. Tölvupóstfangið er breidagerdisskoli@heilsugaeslan.is

Hjúkrunarfræðingur skólaheilsugæslu starfar samkvæmt lögum, reglugerðum og tilmælum Landlæknis. Hjúkrunarfræðingur er bundinn þagnarskyldu. Reglubundnar skoðanir og viðtöl

1. bekkur: Sjónpróf. Mæld hæð og þyngd. Tekið lífsstílsmat
4. bekkur: Sjónpróf. Mæld hæð og þyngd. Tekið lífsstílsmat
7. bekkur: Sjónpróf. Mæld hæð og þyngd. Tekið lífsstílsmat

Í 7 bekk eru börnin bólusett gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Einnig er stúlkum boðin bólusetning gegn leghálskrabbameini. Hjúkrunarfræðingur fylgist með því að börn hafi fengið þær bólusetningar sem reglur segja til um. Ef börn hafa ekki fengið fullnægjandi bólusetningar verður haft samband við foreldra.

Fræðsla / heilbrigðishvatning / forvarnir

Hjúkrunarfræðingur sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu í öllum bekkjardeildum og hvetur til heilbrigðra lífshátta. Hann nýtir þau tækifæri sem gefast til að fræða börnin og vekja þau til umhugsunar og ábyrgðar á eigin heilsu.