Skip to content

Stóra upplestrarkeppnin 2018

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Grensáskirkju í vikunni. Aðstæður voru ólíkar því sem þær hafa nokkru sinni verið áður því örfáir áheyrendur fengu að vera viðstaddir. Engu að síður var þetta alvöru keppni eins og alltaf. Davíð Ómar og Oddný úr sjöunda bekk kepptu fyrir Breiðagerðisskóla og stóðu þau sig prýðisvel. Krisleifur var einnig á svæðinu tilbúinn til að hlaupa í skarðið ef annað hvort hinna forfallaðist.

Það fór ekki svo að þau lentu í sæti þótt þau hafi lesið vel. Nemandi frá Laugarlækjarskóla varð í fyrsta sæti. Nemandi úr Hvassaleitisskóla varð í öðru sætir og nemendi úr Háaleitisskóla- Álftamýri í því þriðja. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot frá keppninni.