Skip to content

Mat á skólastarfi

Sjálfsmatsskýrsla

Sjálfsmatsskýrsla 2020 - 2021

Sjálfsmat og skólaþróun eru nátengd hugtök í þeim skilningi að forsendur ákvarðana um breytingar og umbætur í starfsemi skólans hlýtur að vera einhvers konar mat á þeim árangri sem skólinn nær. Í Breiðagerðisskóla eru gæði skólastarfsins metin kerfisbundið og niðurstöður matsins birt á vef skólans í formi sjálfsmatsskýrslu.

Markmið með sjálfsmati grunnskóla er að:

  • Veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks skóla, viðtökuskóla, foreldra og nemenda.
  • Tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár grunnskóla.
  • Auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum.
  • Tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samvkæmt lögum.

Sjálfsmati skóla er ætlað að vera faglegur grundvöllur fyrir umbætur. Til að það stuðli að virkri skólaþróun þarf það að vera unnið með þáttöku allra sem starfsemin snertir. Sjálfsmatshringurinn hér fyrir neðan skýrir með einföldum hætti taktinn í sjálfsmatsvinnu skólans.

Umbótaáætlun

í kjölfar kynningar á sjálfsmatsskýrslu skólans er unnin umbótaáætlun. Henni er skilað til skóla- og frístundasviðs í nóvember ár hvert. Umbótaáætlunin eru viðbrögð skólans við matsniðurstöðum ýmissa kannana og skimana sem lagðar eru reglulega fyrir. Áætluninni er skipt í fjóra liði þar sem hver liður fjallar um tiltekinn þátt í skólastarfinu.

Hér má nálgast nýjustu umbótaáætlunina.

Niðurstöður kannana

Fjöldi kannana og skimana eru lagðar fyrir á hverju ári. Ýmist eru þetta viðhorfakannanir lagðar fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk en einnig eru lagðar kannanir og skimanir fyrir nemendur til að meta stöðu þeirra í námi og líðan. Við birtum ekki heildarniðurstöður allra kannana á vef skólans en hér fyrir neðan má nálgast þær helstu.

Ytra mat 2016: Á vordögum 2016 gerði skóla- og frístundasvið athugun á starfsháttum í Breiðagerðisskóla. Niðurstöður þeirrar athugunar má nálgast hér:

Heildarmatsskýrsla 2009: Skóla- of frístundasvið gerir öðru hvoru úttekt á skólastarfi í skólum borgarinnar.