Skip to content

Skólaslit 2020

Nú líður að lokum þessa sérstaka skólaárs. Skólalokin verða einnig með öðru sniði en venjulega. Foreldrar geta ekki verið viðstaddir skólaslitin þetta vorið. Það á einnig við um foreldra nemenda í 7. bekk. Eins og venjulega hefur mikið safnast af óskilafatnaði. Honum hefur verið stillt upp í búningsklefum við íþróttahúsið. Þangað getið þið farið og leitað ef þið saknið einhvers eftir veturinn. Þið gangið inn um hurðina hægra megin á myndinni sem fylgir þessum pósti. Hægt er að koma og finna óskilamuni frá 12:00 – 14:00 þriðjudaginn 2. júní – fimmtudagsins 4. júní. Ef hurðin er læst þá þarf að hringja í Snorra húsvörð í síma 664-8147.

Hér er dagskráin

Á skólaslitum mæta nemendur á sal í stutta stund og fara síðan í heimastofur með umsjónarkennurum. Foreldrar eru því miður ekki velkomnir með nemendum á skólaslit í þetta sinn. Nemendur fara heim að loknum skólaslitum. Lengd skólaslita um 40 mínútur.

1.og 2. bekkur kl. 8.30
3.og 4. bekkur kl.9:00
5. og 6. bekkur kl. 9:3o

Sólbúar og Marsbúar eru lokaðir þann 4. og 5. júní. Skóladagar eru styttri þessa síðustu viku í skólanum.
Skólaslit hjá 7. bekk eru miðvikudaginn 4. júní kl. 17:00 – umsjónarkennarar senda nánari upplýsingar.

Starfsmenn Breiðagerðisskóla óska ykkur síðan gleðilegs sumars og þakka samstarfið á liðnu skólaári.

Skólastjórnendur