Skólasafn í desember

Ýmislegt hefur verið brallað á safninu í endaðan nóvember og desember. Við fengum ýmsa rithöfunda í heimsókn sem alltaf er skemmtilegt og vel þegið af nemendum um leið og það er án nokkurs vafa hvetjandi til lesturs. Eins og svo oft áður gáfu nemendur höfundum gott hljóð og voru áhugasamir.
Síðan fengum við heimsókn fá þremur leikskólum í nágrenninu; Jörfa, Vinagerði og Garðaborg. Það voru sérlega skemmtilegar og notalegar stundir þar sem lesið var upp úr nýjum bókum fyrir börnin og þeim sagt frá hvernig skólabókasafnið er notað af nemendum. Sagt var frá einföldustu umgengisreglum á bókasafni og einnig um hvað maður gerir til að fara vel með bækur.
Á safninu var sett upp bókaflóð sem eru nýju bækurnarsem koma út fyrir jólin. Nemendur hafa mikinn áhuga á bókunum og taka sér góðan tíma til að skoða og meðhöndla þær. Nemendur úr sjöunda bekk tóku að sér að lesa viðjólaljós upp úr nýjum bókum fyrir aðra nemendur og það gekk einstaklega vel ogallir voru mjög ánægðir með þessar stundir.
Að lokum er vert að minnast á smá lestrarátak sem er í formi jólabókablúbbs og gengur út á það að nemendur lesa þrjár jólabækurog fá í viðurkenningu fyrir lesturinn bókamerki, sem ég útbjó, með myndaf jólasveini og texta með eftir Jóhannes úr Kötlum um hvern og einn. Mikill spenningur yfir þessu.
Kósýstund á safninu. Leikskólabörn í heimsókn. Bókakynning í salnum.