Skip to content

Skólabyrjun 2020

Skólasetning verður mánudaginn 24. ágúst. Hún getur ekki orðið með hefðbundnum hætti vegna Covid-19 ráðstafana. Venjan hefur verið sú að foreldrar hafa fylgt börnum sínum á skólasetningu en því miður þurfum við að lágmarka umferð um skólann. Þess vegna koma nemendur einir á skólasetningu í þetta skiptið.

Skólasetning verður á eftirfarandi tímum:

2. bekkur kemur á sal kl. 8:30 – 9:00.
3. bekkur kemur á sal kl. 9:00 – 9:30.
4. bekkur kemur á sal kl. 9:30 – 10:00.
5. bekkur kemur á sal kl. 10:30 – 11:00.
6. bekkur kemur á sal kl. 11:00 – 11:30.
7.  bekkur kemur á sal kl. 11:30 – 12:00.

Kennsla hjá 2. – 7. bekk hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst.

Nemendur í fyrsta bekk verða boðaðir af umsjónarkennurum í viðtöl. Viðtölin fara fram mánudaginn 24. og þriðjudaginn 25. ágúst. Kennsla hjá fyrsta bekk hefst skv. stundaskrá miðvikudaginn 26. ágúst.

Ef nemendur þurfa gæslu á morgnana þarf að sækja sérstaklega um það. Sjá nánar hér.