Skip to content

Skipulag skólastarfs frá 4. maí 2020

Þann fjórða maí kemst skólastarf að mestu leiti í hefðbundið horf en þó ekki alveg. Allt sem lýtur að nemendum verður eins og var fyrir samkomubann en áfram gilda ýmsar takmarkanir sem varða fullorðna. Ennþá er mælst til þess að skólinn takmarki utanaðkomandi umferð um húsnæðið og starfsfólki er gert að halda tveggja metra fjarlægð á milli sín. Á heimasíðu stjórnarráðsins má lesa spurningar og svör sem varða skólastarf eftir 4. maí. Sjá hér.

Skólinn mun ekki opna fyrr en kl. 8.40 , nema fyrir þá nemendur sem þurfa gæslu í 1.-3. bekk. Nemendur sem eru í gæslu koma inn um innganginn hjá 1. bekk og mun starfsmaður fylgja þeim inn í gæslustofu. Ekki er gert ráð fyrir að foreldra fylgi nemendum inn í skólann.


Aðrir nemendur fara í röð eins og hér segir og kennarar sækja nemendur eins og verið hefur:bekkur fer í röð fyrir framan innganginn hjá 1. bekk.

Fyrsti bekkur fer í röð sunnan megin við skólann
Annar bekkur fer í röð sunnan megin við skólann
Þriðji bekkur fer í röð fyrir framan innganga á sínum stofum
Fjórði bekkur fer í röð sunnan megin í kjallara
Fimmti bekkur fer í röð fyrir framan innganga fyrir framan stofu 12 og 13
SJötti bekkur fer í röð fyrir framan stofu 14 og 15

Þeir nemendur sem eiga að vera í íþróttum í fyrsta tíma fara í röð fyrir framan innganginn að íþróttasalnum og þar verður tekið á móti þeim.
Þeir nemendur sem eiga að fara í sund í fyrsta tíma fara í röð fyrir framan innganginn að sundlauginni.