Skáld í skólum 2018

Til okkar komu í heimsókn á dögunum Þau: Arndís Þórarinsdóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir og Davíð Stefánsson. Þau taka þátt í bókmenntadagskránni Skáld í skólum Þar sem höfundar koma í heimsókn í grunnskólana og fjalla um bókmenntir af ýmsu tagi.
Þau sögðu frá ýmsu skemmtilegu eins og t.d. frá því hvernig hugmynd fæðist og hvað hún getur tekið miklum breytingum áður en hún endar í bók. Þau töluðu um álfa ,dverga, drauga, galdra og hvernig ofurhetjur kvikmyndanna koma stundum til sögunnar í bókum.
Það voru nemendur úr 2.-4.-5.-6. bekk sem að þessu sinni fengu að njóta og voru þeir til fyrirmyndar og sýndu mikinn áhuga.