Skip to content

Skákmeistari Breiðagerðisskóla 2019

Núna í morgun föstudaginn 29. mars var skólaskákmót Breiðagerðisskóla haldið. Nemendum í 4. – 7. bekk bauðst að taka þátt og nemendum í þriðja bekk sem æfa skák. Þátttakan var einstaklega góð. Svo góð að morguninn var rólegur í kennslunni hjá mörgum kennurum. Þátttakendur voru 103 talsins. Tefldar voru sex umferðir og umhugsunartími var fimm mínútur.

Í fyrsta sæti með sex vinninga var Gabríel Bjarmi í 6. bekk.
Í öðru sæti með fimm og hálfan vinning var Mikael Orri í 7. bekk.
Í þriðja sæti með fimm vinninga varð Gunnar Aðalsteinn í 3. bekk.

Reyndar voru  sex aðrir þátttakendur með fimm vinninga en Gunnar hlaut bronsið vegna þess að hann hafði unnið sterkari andstæðinga en hinir. Þeir sem voru með fimm vinninga eins og Gunnar voru Victor í 3. bekk, Einar Dagur í 4. bekk, Davíð Ómar í 6. bekk, Jens í 7. bekk, Brynjar Logi í 7. bekk og Jón Hrafn í 7. bekk.

Þeir þátttakendur sem vilja vita í hvaða sæti þeir lentu smella á krækjuna hér.

Vinningshafarnir hlutu medalíur, gull silfur og brons. Gullverðlaunahafinn hlaut einnig skákbók og verður nafn hans ritað á skjöld sem stillt er upp í verðlaunaskápnum okkar. Einnig var happadrætti og voru þeir heppnu Andrés í 4. bekk og Alexander Snær í 5. bekk. Vinningurinn var að sjálfsögðu kennslubók í skák.

Mótið heppnaðist stórvel fannst okkur og finnum við fyrir auknum áhuga nemenda. Það er í öllu falli svo að fleiri nemendur í Breiðagerðisskóla eru farnir að æfa skák.  Við þökkum Birni skákkennara fyrir mótstjórnina og Skáksambandi Íslands fyrir að lána okkur töfl og klukkur því annars gætum við ekki haldið svona stórt mót.

Sjá myndir hér fyrir neðan