Skip to content

Skákmeistari Breiðagerðisskóla 2019 – 2020

Skákmeistari Breiðagerðisskóla 2019 – 2020

Rétt áður en samkomubannið skall á með öllu sem því fylgdi náðum við að lauma í dagskránna hjá okkur einu stykki skólaskákmóti. Þann 13. mars á föstudagsmorgni mættu um það bil 90 nemendur upp í sal. Allir stefndu auðvitað að því að vera krýndur skákmeistari Breiðagerðisskóla. Það er nú samt svo að á endanum stendur einn uppi sem sigurvegari. Eftir harða rimmu stóð Einar Dagur Brynjarsson í fimmta bekk uppi sem sigurvegari. Í öðru sæti varð Davíð Már Aðalbjörnsson en hann er einnig í fimmta bekk. Gunnar Aðalsteinn Jóhannsson í fjórða bekk varð í þriðja sæti.

Við óskum þeim öllum til hamingju með árangurinn og hlökkum til að sjá hvernig skáklífið í Breiðagerðisskóla mun þróast á næstu árum.