Skip to content

Síðustu skóladagarnir og skólaslit

Nú fara síðustu dagar skólaársins í hönd og allt stefnir í að þeir geti verið með hefðbundnu sniði. Miðað við hvernig skólaárið hefur rakið sig þá var alls ekkert víst að við gætum lokið árinu með sama hætti og venjan er. Sem betur fer ætlar hækkandi sól að færa okkur meiri sveigjanleika til að hittast.

Síðustu dagar skólaársins
Núna eru kennarar á fullu spani að ganga frá námsmatinu. Það mun birtast nemendum og foreldrum á mentor.is. Við munum ekki senda nemendur heim með matið á pappír. Við hvetjum foreldra að sjálfsögðu til að líta á matið inni á mentor og eiga hvetjandi samtal við börn sín um það. Dagana 7. – 9. júní köllum við Elliðaárdaga vegna þess að þá daga reynum við að vera sem mest úti við. Allir nemendur fræðast um eitthvað tengt Elliðaárdalnum. Þar er af mörgu að taka allt frá náttúrunni til þjóðsagna. Þessir dagar eru styttri skóladagar. Nemendur koma með morgunnesti en borða hádegismat í skólanum.  1. – 4. bekkur er í skólanum frá 8:40 – 13:00, 5. og 6. bekkur frá 8:40 – 11:50 og 7. bekkur frá 8:40 – 12:15.

 Skólaslitin
Skólaslit skólaársins 2020 – 2021 verða fimmtudaginn 10. júní. Nemendur mæta á sal í stutta stund og fara síðan í heimastofur sínar með umsjónarkennurum. Foreldrar eru velkomnir með nemendum á skólaslitin. Að skólaslitum loknum fara nemendur heim og byrja að njóta ævintýra sumarsins.

Nemendur mæta á eftirfarandi tímum á skólaslitadaginn

  1. bekkur kl. 8:30
  2.  bekkur kl. 9:00
  3.   bekkur kl. 9:30
  4.  bekkur kl. 10:00
  5.  bekkur kl. 10:30
  6.  bekkur kl. 11:00

Sólbúar og Marsbúar eru lokaðir þann 10. og 11. júní. Dagarnir 7. – 9. júní eru styttri skóladagar en það þarf ekki sérstaka skráningu í frístundaheimilið þessa daga.

Skólaslit hjá 7. bekk eru þriðjudaginn 8. júní kl. 17:00. Umsjónarkennarar munu senda nánari upplýsingar um útskriftina.