Skip to content

Rýmingaræfing

Í morgun kl. 10:50 fór brunakerfið í gang og skólinn var rýmdur í snarhasti. Ekki var þetta nú eins alvarlegt og það hljómar því við vorum að æfa rýmingaráætlunina.

Það var virkilega ánægjulegt að sjá hve vel gekk að rýma skólann. Eftir þrjár og hálfa mínútu voru allir komnir út. Meira að segja sundhópurinn einnig sem var staddur ofan í lauginni þegar hringdi. Eftir fimm mínútur voru allir árgangar utan einn búnir að lyfta grænum spjöldum sem merkir að allir nemendur hafa skilað sér. Eftir sex mínútur lyfti síðasti hópurinn græna spjaldinu. Hluti þess árgangs var í dansi og þurftu að fara lengstan veg.

Í framhaldi af æfingunni verður rýmingaráætlunin endurskoðuð því vissulega komu einhverjir smávægilegir agnúar í ljós.