Skip to content

Reykjavíkurskákmót 1. – 3. bekkur

Í vikunni var Reykjavíkurskákmót grunnskólasveita nemenda í 1. – 3. bekk haldið í húsnæði Skákfélags Reykjavíkur. Guðbjartur, Magnús, Gunnar, Einar Dagur og Stefán Atli, skipuðu lið skólans og stóðu sig vel. Unnu 16 skákir af 28. Liðið sem heild vann þrjá leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði þremur. Þeir enduðu í 8. sæti sem er mjög gott. Fimmtán lið tóku þátt í mótinu. Einar Dagur tók einnig þátt í Vesturbæjarbiskupnum í flokki 1. – 3. bekkjar og gerði sér lítið fyrir og vann þann flokk með fullu húsi stiga.