Skip to content

Reykjavíkurmót grunnskóla í skák

Skáksveit Breiðagerðisskóla heldur áfram að gera það gott. Sveitin tók þátt í Reykjavíkurmóti grunnskólasveita í skák, í flokki 4.-7. bekkjar, sem fram fór í síðustu viku. Mótið var vel sótt og voru 25 sveitir skráðar til leiks, eða alls yfir 100 keppendur. Breiðagerðisskóli var í toppbaráttunni allt mótið og endaði að lokum í 5.-7. sæti, sjónarmun á eftir þeim skólum sem enduðu í verðlaunasætum. Rimaskóli sigraði á mótinu eftir mjög spennandi lokaumferð. Liðsmenn Breiðagerðisskóla á skákmótinu að þessu sinni voru Einar Dagur 5. bekk, Gabríel Bjarmi, Davíð Ómar og Kristleifur 7. bekk og Gunnar Aðalsteinn 4. bekk. Liðsstjóri var Björn Ívar skákkennari.