Skip to content

Reykjavíkurmót grunnskóla í skák 2021

Breiðagerðisskóli sendi eitt lið á Reykjavíkurmót grunnskóla í skák. Mótið fór fram í gær og stóðu okkar menn sig feiknalega vel.  Skákliðið okkar var í  toppbaráttu allt mótið og þegar upp var staðið lentu strákarnir í öðru sæti á eftir Rimaskóla sem vann mótið. Melaskóli var í þriðja sæti. Flott frammistaða hjá liðinu sem er skipað þeim Einari, Jóel og Flóka í 7. bekk og Ými í 6. bekk.