Skip to content

Piparkökuskreytingadagur 2021

Vegna veiruskammar sem hefur verið að gera usla í samfélaginu neyddist foreldrafélagið til að aflýsa árlegum piparkökuskreytingadegi sem átti að vera laugardaginn 28. nóvember. Í samráði við foreldrafélagið ákvað skólinn að hafa þá piparkökuskreytingadag í bekkjum á skóladegi. Á miðvikudeginum 1. des voru piparkökur síðan skreyttar um allan skóla. Þessi vinna var bráðskemmtileg tilbreyting fyrir okkur öll og allt gekk vel. Reyndar urðum við fyrir óvæntri truflun því bræður tveir mættu í skólann. Þeir óðu um allt og ullu heilmiklum usla. Nemendur virtust samt ekki kippa sér mikið upp við þessa truflun því bræðurnir sem heita Stúfur og Kertasníkir voru bráðskemmtilegir. Þeim var vel fagnað alls staðar sem þeir komu. Það var helst að kennararnir færu úr jafnvægi við þessa heimsókn því það var engin leið að hafa stjórn á þessum körlum.