Skip to content

Öskudagur 2020

Í gær var skóladagurinn eins og alltaf á öskudag með óvanalegu sniði. Nemendur fengu frelsi sem þeir fá aðeins einu sinni á ári. Þeir gátu ferðast um skólann þveran og endilangan og gátu tekið þátt í því sem var í boði. Í stofunum var var allskonar dund í boði allt frá saumaskap, föndri og púsli yfir í pílukast og borðtennis. Í íþróttahúsinu voru ýmislegt í gangi sem krafðist hreyfingar. Það kemur sennilega ekkert á óvart. Í salnum stjórnaði sjöundi bekkur bingó fram eftir morgni eða þangað til þau söðluðu um og slógu í diskó. Deginum lauk síðan með pylsuáti.

Hér eru fleiri myndir frá deginum.