Skip to content

Öskudagur 2019

Á öskudegi er hefð fyrir því í Breiðagerðisskóla að nemendur og starfsfólk  mæti furðulega til fara. Margt er sér til gamans gert á þessum degi s.s. leikir, bingó, spil, dans, borðtennis, limbó, vinabandagerð, listasmiðjur í textílstofu og myndmenntastofu o.fl.

Ekki er nauðsynlegt að kaupa dýra búninga, gömul föt gera sama gagn og vekja alltaf mikla lukku.  Undanfarið hefur verið varað við hættu af andlitsmálningu og þess vegna verður ekki boðið upp á andlitsmálningu í skólanum.

Samkvæmt skóladagatali er öskudagur skertur skóladagur. Viðvera nemenda í skólanum þennan dag er eftirfarandi:

5. – 7. bekkur er í skólanum frá 8:40– 11: 40
3. – 4. bekkur er í skólanum frá 8:40 – 12:20
1. – 2. bekkur er í skólanum frá 8:40 – 12:20

Hádegismatur: Pylsur og djús fyrir alla nemendur skólans.

Nesti: Í tilefni öskudags ætlum við að gera okkur dagamun og mega nemendur hafa með sér frjálst nesti en við biðjum foreldra að stilla sælgæti og gosdrykkjum í hóf. Vinsamlega munið að skólinn er hnetulaus.

Þeir nemendur sem eru í Sólbúum og Marsbúum geta farið þangað og verða sóttir af starfsfólki Sólbúa og Marsbúa. Starfsfólk ÍTR mun skipuleggja áframhaldandi skemmtun.

Bestu kveðjur, starfsfólk Breiðagerðisskóla