Skip to content

Öskudagur 2019

Á miðvikudaginn í síðustu viku var einn af skemmtilegri skóladögum skólaársins, öskudagur. Það fór lítið fyrir lestri, skrift og reikningi þann dag. Húsið fylltist af allra handa kynjaverum sem ferðast frjálst um húsið. Víða um skólann voru stöðvar þar sem verurnar gátu fundið sér eitthvað að gera. Í salnum stjórnaði eitthvað fólk sem enginn þekkti bingói og síðan öskudagsballi af mikilli list. Það var ekki að sjá annað en að stemmingin í húsinu væri feykilega jákvæð og góð. Um hádegisbil fengu verurnar sér pylsu áður en þær hurfu eitthvað út í hverfið. Á fimmtudeginum mættu síðan nemendur aftur í skólann eins og ekkert hefði í skorist. Kennarar þeirra undruðust þessi ósköp mjög og veltu fyrir sér hvað nemendurnir höfðu haldið sig daginn áður.

Nokkrar myndir