Skip to content

Nýtt vefútlit

Í dag var nýr vefur Breiðgerðisskóla birtur. Á honum má lesa allar helstu upplýsingar um skólann og skipulag starfseminnar. Við birtum einnig fréttir af skólastarfinu. Stefnan er að uppfærslur verði sem tíðastar þannig að vefurinn verði lifandi og lýsi vel því sem er að gerast í skólanum. Vonandi eru allir sáttir við nýja útlitið. Við erum samt enn að læra á nýja vefumhverfið þannig að ekki er ólíklegt að hann taki einhverjum breytingum eftir því sem okkur vex ásmegin og lærum meira.

https://photos.app.goo.gl/xFB2eGEQLK1s1EkbA