Skip to content

Norræna skólahlaupið 2021

Fastir liðir eins og venjulega eru ómissandi í skólastarfinu og í dag var einn þeirra. Norræna skólahlaupið eða Ólympíuhlaup ÍSÍ eins og það heitir í dag hefur verið hlaupið í grunnskólum landsins síðan 1984. Tilgangur þess er auðvitað að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Hlaupið í ár var á dagskrá hjá okkur í vikunni 13. – 17. september og einmitt þá dembast fyrstu haustlægðirnar yfir. Á þriðjudeginum sýndist okkur vera veðurgluggi þannig að út fóru allir nemendur skólans og viti menn? Þá gerði úthellis rigningu. Nemendur hlupu nú samt og sumir voru fljótari en aðrir

Fyrstir drengjanna í hlaupinu voru Dagur í 7. bekk og Gestur í 6. bekk. Þeir komu svo til jafnir í mark. Fyrst stúlknanna var Ragnheiður í 6. bekk og önnur var Edera í 7. bekk. Í 5. bekk kom Óðinn fyrstur í mark og Bruno varð annar. Tinna var fyrst stúlknanna og Heiðdís og Sigurbjörg komu þar á eftir

Hlaupaleiðin og vaktstöðvarnar.

. Í 4. bekk kom Dagur fyrstur í mark af drengjunum og Elía var annar. María var fyrst stúlknanna og Katrín og Hildur komu næstar á eftir. í 3. bekk var Jóel fyrstur drengjanna og Tómas J kom næstur. Kamilla var fyrst stúlknanna í 3. bekk og Úlfhildur önnur. Í 2. bekk kom Tryggvi fyrstur drengjanna og Friðrik var næstur. Freyja var fyrst stúlknanna.