Nemendafélag
Í lögum um grunnskóla er kveðið á um, að við hvern skóla skuli starfi nemendafélag. Nemendafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð
Nemendafélag vinnur m.a. að félags- , hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum.
Við Breiðagerðisskóla starfar nemendafélag. Hlutverk þess er að ræða ýmis hagsmunamál nemenda og koma skoðunum nemenda á framfæri við stjórnendur og skólayfirvöld. Nemendafélagið hefur forgöngu um að vinna góðum málum framgang.
Nemendafélagið fundar reglulega yfir veturinn undir stjórn námsráðgjafa.
Í nemendafélaginu í Breiðagerðisskóla eru 6 fulltrúar sem eru kosnir leynilegri kosningu innan 5., 6., og 7. bekkjar í upphafi hvers skólaárs. Allir nemendur eru í framboði.
Fulltrúar 7.bekkjar í nemendafélaginu eiga einnig sæti í skólaráði.