Skip to content

Nemendaþing um svefn

Sem hluti af verkefninu Betri Bústaðir var haldið heilmikið nemendaþing haldið eftir fyrri frímínúturnar fimmtudaginn 7. nóvember í Breiðagerðisskóla. Nemendaþingið er hluti af verkefninu Betri Bústaðir sem er samstarfsverkefni flestra þeirra aðila sem koma að málefnum barna í Fossvogs- og Bústaðahverfi. Nemendum var skipt upp í aldursblandaða tíu manna hópa. Í hverjum hóp voru nemendur frá 1. og upp í 7. bekk og fengu hóparnir það hlutverk að ræða um svefn, mikilvægi svefns, svefnvenjur og hvað stuðlar að góðum svefni. Elstu nemendurnir í hverjum hóp voru hópstjórar. Kennararnir studdu hópstjórana í hlutverki sínu og voru ritarar hópsins. Samtals fóru fram umræður á fjörutíu borðum og umræðuefnin voru sett fram með nokkrum spurningum. Hver hópur ræddi um fimm spurningar þannig að hóparnir voru ekki allri með sömu spurningarnar. Hugleiðingum barnanna var síðan safnað á veggspjald og umræðunum lauk með því að hópurinn valdi bestu setninguna og skrifuðu hana í skýið. Í framhaldinu verður síðan áfram unnið með niðurstöðurnar í lífsleikni hjá 5. – 7. bekk og það er ekki lítil vinna því gögnin sem urðu til á þinginu eru ekkert smáræði.

Hér eru myndir af umræðuhópunum

Hér fyrir neðan eru spurningarnar og dæmi úr umræðum í hópunum en auðvitað voru svörin miklu fleiri.

 • Hvers vegna þurfa allir að sofa?
  1. Til að vera góður í skólanum.
  2. Heilinn virkar betur ef við erum vel hvíld.
  3. Unglingar þurfa að sofa mikið því þeir eru að breytast í fullorðna.
  4. Til að vera ekki þreytt og pirruð.
  5. Maður þarf að sofa til að hvíla vöðvana.
  6. Vegna þess að svefn er næringarríkur, sár gróa hraðar og til að hafa góða orku í skólanum.
  7. Sumir gleyma þegar þeir sofa því heilinn eyðir sumum slæmum minningum.
  8. Svo við fáum ekki bauga.
  9. Til að maður stækki.
  10. Allir þurfa að sofa 8 – 12 tíma á hverri nóttu svo maður verði hress og glaður allan næsta dag.
  11. Til að heilinn stækki, til að líða vel, til að fá orku, til þess að einbeita sér, til að lifa, til að þroskast.
  12. Til að safna orku fyrir næsta dag.
  13. Til að slaka á líkamanum.
  14. Svo maður verði ekki morgunfúll.
 • Hvaða áhrif hefur of lítill svefn?
  1. Maður nennir ekki að gera neitt.
  2. Maður verður þreyttur, hugsar óskýrt og hefur minni einbeitingu.
  3. Það eru meiri líkur á að maður verði veikur, maður verður latari og linari.
  4. Ef maður sefur of lítið verður maður frekar reiður.
  5. Maður verður kjánalegur daginn eftir.
  6. Ef maður sefur ekki í langan tíma getur maður dáið.
  7. Ef maður sefur of lítið gengur manni ekki vel í skólanum eða hverju sem er.
  8. Maður segir stundum ljóta hluti við vini sína þegar maður er þreyttur.
  9. Ef maður sefur of lítið verður maður neikvæður og vill aldrei gera neitt skemmtilegt.
  10. Manni líður ekki vel hefur ekki næga orku.
  11. Augun verða ringluð og rauð.
  12. Manni verður illt í hausnum.
  13. Maður getur ekki vaknað.
 • Hvaða ráð mynduð þið gefa öðrum sem eiga erfitt með að sofna?
  1. Hlusta á róandi tónlist og hugsa fallegar hugsanir.
  2. Það er gott að hreyfa sig mikið yfir daginn. Þá verðum við þreyttari og eigum auðveldara með að sofna.
  3. Lesa bók í staðinn fyrir að vera í símanum.
  4. Passa að hafa ekki of heitt í svefnherbergi og sofa við opinn gluggann.
  5. Ef þú borðar alltaf Dominos og Metro þá mun þér bara líða illa og þú munt sofa illa.
  6. Taka melatónín ef læknir mælir með því.
  7. Taka svefnlyf.
  8. Fá sér frískt loft fyrir háttinn.
  9. Fara upp í til mömmu og pabba.
  10. Setja á sig svefngrímu.
  11. Sofa í mömmu og pabbarúmi.
  12. Pabbi og mamma geta komið og gefið manni koss.
  13. Lesa fyrir þau og syngja.
  14. Liggja hjá þeim.
  15. Hlaupa til að verða þreyttur.
  16. Fá sér volgt mjólkurglas.
  17. Lesa símaskrána.
  18. Sykursjokk er vont fyrir svefn.
 • Hvaða áhrif haldið þið að notkun snjalltækja hafi fyrir svefn?
  1. Manni verður illt í augunum, heilinn ruglast og maður hugsar bara um símann.
  2. Það verður erfiðara fyrir heilann að sofa.
  3. Bláa ljósið í tækjunum ruglar svefnklukkuna í heilanum.
  4. Heilinn framleiðir minn melatónín en melatónín hjálpar okkur að sofna.
  5. Þau láta mann verða spenntan og trufla draumana.
  6. Snjalltæki gleypa heilann.
  7. Þú getur fengið martröð ef þú horfir of lengi á sjónvarp eða símann áður en þú ferð að sofa.
  8. Það koma bylgjur sem trufla svefninn.
  9. Mikilvægt er að hætta tímanlega í snjalltækjum fyrir svefn. Foreldrar eru mikið í snjalltækjum á kvöldin.
 • Hvernig undirbúið þið ykkur fyrir svefninn?
  1. Ég slekk á öllum tækjum og set þau fram.
  2. Ég bið bænirnar.
  3. Ég spreyja lavender á koddann.
  4. Ég les bók þegar ég er komin upp í rúm.
  5. Ég hlusta á mömmu lesa.
  6. Ég tel stjörnurnar á himninum.
  7. Ég hlusta á regnhljóð.
  8. Ég hlusta á tónlist og spila á hljóðfæri.
  9. Ég fer í kvöldsund.
  10. Mamma dáleiðir mig svo ég geti sofnað.
  11. Ég reyni að gera hugann rólegan.
  12. Kem mér þægilega fyrir
  13. Breiði yfir mig sængina og knúsa bangsann minn.
  14. Gott er að fá nudd.
  15. Hlusta á vöggusögur.
 • Haldið þið að mataræði hafi áhrif á svefn?
  1. Það er ekki gott að borða óhollan og þungan mat áður en maður fer að sofa. Það er betra að borða ávöxt.
  2. Maginn þarf tíma til að vinna úr matnum. Það er ekki gott að borða rétt áður en farið er að sofa.
  3. Léttur matur eins og fiskur lætur mann sofa vel.
 • Haldið þið að orkudrykkir hafi áhrif á svefn?
  1. Sykur og koffín halda fyrir manni vöku.
  2. Ef maður fer að drekka of mikið af orkudrykkjum verður maður háður þeim og fer kannski að ganga illa í skóla.
  3. Þeir trufla mann í svefninum. Maður vaknar og vill fá meira og meira.
  4. Börn eiga bara ekki að drekka orkudrykki.
  5. Það er ekki gott að drekka orkudrykki sex tímum fyrir svefn.
  6. Í þeim er koffín sem er slæmt fyrir börn og unglinga sem eru að vaxa og þroskast.
  7. Ef maður drekkur orkudrykk verður maður fyrst glaðvakandi en verður svo þreyttur þega áhrifin minka.
  8. Vont ef maður fær of háan blóðþrýsting.
  9. Orkudrykki gefa meiri orku en líkaminn er vanur að fá sem er ekki gott.
 • Hvaða ráð mynduð þið gefa öðrum krökkum varðandi skjátíma?
  1. Vera ekki meira en eina og hálfa klukkustund á dag.
  2. Leyfa að vera við skjá frá átta á morgnana til sex á kvöldin.
  3. Það er hægt að downlóda appi sem lokar símanum þegar þú er búinn með skjátímann.
  4. Vera ekki meira ein 30 mínútur á dag.
  5. Vera ekki meira en eina klukkustund á dag.
  6. Foreldra þurfa að setja mörk.
  7. Látum snjalltækin sofa annars staðar.
  8. Maður er bara krakki einu sinni. Ekki eyða þeim tíma í símanum.
 • Hvað teljið þið vera hæfilegan skjátíma?
  1. Stundum gleyma foreldrar að taka tímann.
  2. Það eru eru til reglur um skjátíma.
  3. 1. – 4. bekkur 90 mínútur.
  4. Ekki vera í símanum klukkutíma fyrir svefn.