Skip to content

Myndlistarverkefni í 4. bekk – 2018

Fjórða bekk bauðst að taka þátt í myndlistarsmiðju í samstarfi við Myndlistaskólann í Reykjavík. Elinóra myndmenntakennari og umsjónakennarar í árganginum tóku boðinu fagnandi og skiptu nemendum í hópa. Hóparnir lögðu síðan land undir fót og unnu verkefnið í húsnæði myndlistaskólans undir handleiðslu myndlistakennara skólans.

Það var heilmikil upplifun fyrir krakkana að koma í myndlistaskólann. Þar hanga listaverk upp um alla veggi eftir nemendur sem eru á öllum aldri. Þau fræddust um ýmsa heimsfræga listamenn og fengu að vinna á ólíkan hátt. Þau unnu skúlptúrverk í anda Picasso, máluðu með óvenju löngum penslum og frædust um litafræði og „draugaliti“ svo eitthvað sé nefnt.

Krakkarnir stóðu sig mjög vel og afraksturinn var heilmikill eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan. Listaverkin sem krakkarnir unnu voru flutt yfir í Breiðagerðisskóla og foreldrum var boðið í heimsókn til að skoða þau.