Lestrarátak Ævars

Nú er lestrarátak Ævars vísindamanns í fullum gangi. Skólasafnið hvetur auðvitað alla til að vera með í lestrarátakinu í ár. Nú fer hver að verða síðastur því þetta er síðasta lestrarátakið sem Ævar stendur fyrir. Hér fyrir neðan eru reglurnar. Lestrarmiðana er hægt að fá á skólasafninu.
- Lestu það sem þig langar til að lesa.
- Þú mátt lesa hvaða bók sem er.
- Á hvaða tungumáli sem er.
- Hljóðbækur, eða ef einhver les fyrir þig, teljast líka með sem lesin bók.
Fyrir hverjar þrjár bækur sem þú lest fyllir þú út lestrarmiða sem þú færð á skólabókasafninu og skilar svo þangað. Því meira sem þú lest – því fleiri miða áttu í pottinum. Fimm krakkar verða dregnir úr lestrarmiðapottinum og gerðir að persónum í síðustu bókinni um Bernskubrek Ævars vísindamanns.
Takið eftir tveimur nýju reglum:
- Sá skóli sem les hlutfallslega mest verður settur í bókina.
- Einn nemandi úr hverjum einasta skóla sem tekur þátt mun fá sérstaka bókagjöf frá Ævari. Þetta þýðir að það verður allavega einn sigurvegari í hverjum einasta skóla.