Skip to content

Landnámsverkefnið hjá fjórða bekk

Fjórði bekkur er að læra um landnám Íslands og er nýbúinn að ljúka við verkefni um landnámsmennina. Þorkeli skólastjóra og Auði aðstoðarskólastjóra var af því tilefni boðið í heimsókn út í Glæsibæ en það eru lausu kennslustofurnar sem fjórði bekkur heldur til í kallaðar. Þorkell og Auður spjölluðu við krakkana í fjórða bekk um landnámsmennina og greinilegt var að þeir vissu heilmikið um þá. Þeim fannst auðvelt að giska á hver væri uppáhalds landnámsmaður Auðar. Að sjálfsögðu var það Auður djúpuðga. Það gat enginn giskað á uppáhalds landnámsmann Þorkels enda er sá landnámsmaður ekki einn af þeim frægu, Þorbjörn blesi kallaðist hann. Auður og Þorkell voru mjög hrifin af verkum nemendanna og eiga þeir mikið hrós skilið fyrir.