Skip to content

Kór Breiðagerðisskóla

Það að syngja í kór hressir, bætir, gleður og kætir. Það er fyrir löngu vísindalega sannað. Þess vegna ætti að sjálfsögðu að vera starfandi kór við hvern einasta grunnskóla. Aukinn ávinningur af kórastarfi er síðan bættur skólabragur og með þátttöku í kórastarfi styrkir hver meðlimur félagsauð sinn svo um munar.

Einu sinni var öflugur kór starfandi við Breiðagerðisskóla en af einhverjum ástæðum lognaðist hann út af. Núna segjum við spennt frá því að kórinn hefur verið endurvakinn. Kórstjórarnir koma úr röðum kennara og eru Hallur Guðmundsson tónmenntakennari skólans og Ásdís Björg Gestsdóttir. Samanlagt hafa þau áratuga reynslu af kórsöng og hafa bæði sungið með hinum ýmsu kórum auk annars tónlistarnáms og starfs. Þau hafa auglýst kórinn fyrir áhugasöm börn í 4. – 7. bekk. Börn sem hafa gaman af því að syngja, koma saman og vinna að sameiginlegum markmiðum. Það er um að gera að prófa að mæta á fyrstu kóræfinguna á fimmtudaginn 16. september kl. 14:30 og  sjá hvort áhuginn kviknar.

Kóræfingarnar verða á fimmtudögum á milli 14:30 og 15:30 í sal skólans.

Vonumst til að sjá sem allra flesta.