Skip to content

Jólin á skólasafnin

Það er alltaf heilmikið í gangi á skólasafninu í desember. Þá koma nýju bækurnar og eru til sýnis. Nemendum finnst alltaf spennandi að fá þær í hendurnar. Þessar bækur eru síðan til útláns í janúar. Síðan var jólabókalestur í gangi. Nemendur lásu þrjár jólabækur og fengu bókamerki sem viðurkenningu fyrir að vera svona duglegir að lesa. Viðurkenningin var bókamerki með jólasveinamynd á. Nemendur gátu valið sinn uppáhalds jólasvein. Sumir fóru tvær umferðir. Það var einnig föndrað á safninu og gamlar bækur nýttar í föndurvinnuna. Vinsælast var að gera jólaengil. Nemendur í sjöunda bekk komu á jólastundir á safninu og lásu fyrir yngri nemendur.

Það koma alltaf góðir gestir á safnið í desember. Leikskólanemendur af leikskólunum Vinagerði, Jörva og Garðaborg komu í heimsókn í fyrstu vikunni í desember. Þau fengu kynningu á safninu og síðan var lesið fyrir þau úr nýjum bókum. Það komu einnig nokkrir rithöfundar í heimsókn. Eva Rún Þorgeirsdóttir og Sævar Helgi Bragason komu og fjölluðu um töframátt bóka og hvernig bækur geta breytt heiminum okkar. Ævar vísindamaður kom með sína töfra og las upp úr nýju bókinni sinni, Þinn eigin tölvuleikur. Bjarni Fritzson kom og las ú nýjustu bókinni sinni, Hefnd glæponanna og Hildur Loftsdóttir kom og las upp úr bók sinni, Eyðieyjan – urr, öskur, fótur og fit. Já, desember var svo sannarlega viðburðaríkur á skólasafninu.

 

Eva Rún og Sævar Helgi segja frá töframætti bóka.

 

Jólaföndur á bókasafninu.

 

Bjarni les úr nýjustu bókinni sinni fyrir nemendur.

 

Jólastund á safninu. Sjöundi bekkur les fyrir yngri nemendur.

 

Jólastund á safninu. Nemendur í sjöunda bekk lesa fyrir yngri nemendur.

 

Ævar er mættur á skólasafnið og það ekki í fyrsta sinn. Hann er alltaf góður gestur og nær vel til nemenda.