Skip to content

Jólaskemmtanir – 5. til 7. bekkur

Dagskráin síðustu tvo dagana fyrir jólafrí

Miðvikudaginn 19.desember verður kennsla frá 8:40 – 11:15 hjá umsjónarkennurum, engar sérgreinar þennan dag. Morgunhressing má vera að eigin vali þennan dag. Nemendur borða ekki hádegismat í skólanum.

Fimmtudaginn 20. desember er engin kennsla að morgni hjá nemendum í 5. – 7. bekk, en jólaskemmtanir eftir hádegið. Foreldrar og forráðamenn eru velkomnir á jólaskemmtanirnar, svo og yngri systkini. Þess er vænst að foreldrar gangi með börnum sínum kringum jólatréð. Foreldrar geta geymt yfirhafnir hjá stofum barna sinna. Nemendur mæta í sínar heimastofur og fara þaðan í röð ásamt foreldrum sínum upp í hátíðarsal skólans.

Foreldrar eru beðnir um að koma með góðgæti á sameiginlegt hlaðborð og drykki fyrir nemendur. Vinsamlega munið að skólinn er hnetulaus. Skólinn býður upp á kaffi. Foreldrar eru beðnir um að aðstoða við frágang í stofu að jólaskemmtun lokinni.

Fimmtudagurinn 20. desember kl: 12:30

5.bekkur Hópur A stofur 10 og 11
6.bekkur Hópur A stofur 12 og 13
7.bekkur Hópur A stofur 14 og 15
Umsjónarkennarar senda nafnalista fyrir hópana.

Fimmtudagurinn 20. desember kl: 14:30

5. bekkur Hópur B stofur 10 og 11
6. bekkur Hópur B stofur 12 og 13
7. bekkur Hópur B stofur 14 og 14
Umsjónarkennarar senda nafnalista fyrir hópana.

Vinsamlega mætið tímanlega. Jólaskemmtanir hefjast á auglýstum tíma.

Síðasti skóladagur fyrir jól er fimmtudagurinn 20.desember

Kennsla hefst að nýju föstudaginn 4.janúar 2019 samkvæmt stundaskrá.

Starfsfólk Breiðagerðisskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.