Skip to content

Jólaskákmót TR og skóla- og frístundasviðs

Björn skákkennari fór með lið frá skólanum á Jólaskákmót Taflfélags Reykjavíkur og skóla- og frístundasviðs sem fór fram mánudaginn 25. nóvember. Það er ánægjulegt að segja frá því að skáksveit skólans er orðin nokkuð sterk. Allt mótið var sveitin í toppbaráttunni og ein skák í lokaumferðinni varð til þess að sveitin stóð ekki uppi sem sigurvegari. Þessi eina skák varð til þess að liðið féll niður í fjórða sæti. Við erum svo sannarlega stolt af skáksveitinni okkar.

Liðsmenn: Einar Dagur 5. bekk, Gabríel, Davíð Óskar 7. bekk og Victor 4. bekk
Lokastaðan í mótinu: http://chess-results.com/tnr492023.aspx?lan=1