Skip to content

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Íslenskuverðlaunum unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík er úthlutað árlega á Degi íslenskrar tungu. Markmið verðlaunanna er að auka áhuga æskufólks á íslenskri tungu og hvetja það til framfara í tjáningu talaðs máls og ritaðs. Verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands. Vegna Covids var því miður ekki hægt að afhenda verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu eins og venjan er. Þess í stað voru verðlaunin afhent með mun látlausari hætti. Það var Heiðrún Lóa Jónsdóttir nemendi í 7. bekk sem fékk verðlaunin að þessu sinni.

Heiðrún Lóa á auðvelt að skrifa læsilegan og skemmtilegan texta. Hún er með góðan orðaforða og er litrík í skrifum sínum. Það skiptir hana litlu máli hvort textinn sé í bundnu eða óbundnu máli. Við teljum að Heiðrún Lóa eigi þessi verðlaun skilið þar sem hún hefur sýnt færni, frumleika og sköpunargleði við að tjá sig á íslensku í riti og til ljóðrænnar framsetningar og óskum við henni hjartanlega til hamingju.

Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík 2020 from Mixtúra Skóla- og frístundasvið on Vimeo.