Fimmtudagurinn 22. mars 2018

Skóladagatal 2017 - 2018

 

Skólastarf Smelltu á myndina til að skoða skóladagatal fyrir skólaárið 2017 - 2018.

Skóladagatal skólaársins 2017 - 2018 má nálgast með því að smella á myndina hér til hliðar. Dagatalið var unnið í samráði við Réttarholtsskóla, Fossvogsskóla, Leikskólana Garðaborg, Jörfa og Vinagerði. Dagatalið var kynnt fyrir skólaráði á fundi 29. maí 2017. Sjá má athugasemdir um dagatalið í fundargerð skólaráðs.

Á dagatalinu koma fram þeir frídagar sem eru á skólaárinu, óhefðbundnir skóladagar og starfsdagar. Til að auðvelda foreldrum barna sem eru með börn sín í vistun í Frístundaheimilinu Sólbúum að átta sig á hvaða daga þeir þurfa að gera sérstakar ráðstafanir eru þeir listaðir hér fyrir neðan.

Sólbúar á öðruvísi skóladögum 2017 - 2018

22. ágúst: Skólasetningardagur í skólanum. Ekki er opið í Sólbúum.

23. ágúst: Kennsla skv. stundaskrá hefst nema hjá 1. bekk. Fyrsti dagur sem opið er í Sólbúum.

18. október: Samtalsdagur í skólanum. Foreldrar geta pantað viðbótargæslu um morguninn.

19. - 20. október: Vetrarleyfi. Lokað í Sólbúum.

23 október: Vetrarleyfi. Lokað í Sólbúum.

24. nóvember. Skipulagsdagur í skólanum. Foreldrar geta pantað viðbótargæslu um morguninn.

19. desember: Jólaskemmtanir hjá 1. - 4. bekk í skólanum. Ekki er boðið upp á gæslu um morguninn í Sólbúum.

21. - 22. desember: Jólafrí í skólanum. Foreldrar geta sótt um gæslu fyrir börn sín þessa daga.

27. - 29. desember: Jólafrí í skólanum. Foreldrar geta sótt um gæslu þessa daga.

2. janúar: Skipulagsdagur í skólanum. Foreldrar geta sótt um viðbótargæslu um morguninn.

22. janúar: Skipulagsdagur í skólanum. Foreldrar geta sótt um viðbótargæslu um morguninn.

31. janúar: Samtalsdagur í skólanum. Foreldrar geta sótt um viðbótargæslu um morguninn. 

14. febrúar: Öskudagur. Ekki er þörf á að sækja um viðbótargæslu í Sólbúum.

15 - 16. febrúar: Vetrarleyfi. Lokað í Sólbúum.

26. - 28. mars: Páskafrí í skólanum. Foreldrar geta sótt um viðbótargæslu fyrir börn sín þessa daga.

20. apríl: Skipulagsdagur í skólanum. Foreldrar geta sótt um viðbótargæslu um morguninn.

22. maí: Skipulagsdagur í skólanum. Foreldrar geta sótt um viðbótargæslu um morguninn.

4. - 7. júní. Skertir skóladagar Ekki er þörf á að sækja um viðbótargæslu.

Athugið að 7. júní er síðasti dagurinn í Sólbúum. Einnig á eftir að ákveða þrjá skipulagsdaga í Sólbúum. Eins og venjulega þá senda Sólbúar frá sér upplýsingar um þessa daga þegar þeir nálgast.

Skólabragur

Hvernig sköpum við
góðan skólabrag.

Sjá hér.

Skólaþróun

Hvernig þróum við skólastarfið?

Sjá hér.