Laugardagurinn 17. nóvember 2018

Breiðagerðisskóli

Nemendur að leik á skólalóðBreiðagerðisskóli er barnaskóli fyrir nemendur í 1. - 7. bekk. Í skólanum eru um það bil 360 nemendur eða ríflega 50 nemendur í hverjum árgangi. Flestir nemendur skólans koma frá leikskólunum Jörfa, Vinagerði og  Garðaborg. Að loknum 7. bekk flytjast flestir nemendur skólans yfir í Réttarholtsskóla þar sem þeir ljúka grunnskólagöngu sinni.

Skólinn leggur áherslu á að nýta nánasta umhverfi til útikennslu árið um kring. Skólinn er staðsettur í fallegu grónu hverfi í göngufæri við Elliðaárdal. Í skólanum er hátíðarsalur, sundlaug, íþróttasalur og vel skipulögð skólalóð. 

Leiðarljós skólans eru menntun - samvinna - vellíðan en í þessum orðum krystallast þau gildi sem skólinn byggir á. Menntun vísar til aukinnar þekkingar og færni sem skólanum er ætlað að veita nemendum sínum. Samvinna vísar til mikilvægi samstarfs allra þeirra sem tilheyra skólasamfélaginu en jákvæð og góð samskipti og samvinna eru forsendur góðs skólabrag. Vellíðan vísar síðan til þess að góð líðan er forsenda þess að ná árangri.

Allar nánari upplýsingar um skólann og þær áherslur sem hann hefur í námi og kennslu má finna í Boðbera sem er stefna- og starfsáætlun skólans og skólánámskrá sem veitir upplýsingar um námsefni og kennslu í hverjum árgangi fyrir sig. Bæði ritin eru endurskoðuð ár hvert. Skemmri útgáfu af stefnu skólans má finna í stefnukorti sem unnið var árið 2011.

Skólabragur

Hvernig sköpum við
góðan skólabrag.

Sjá hér.

Skólaþróun

Hvernig þróum við skólastarfið?

Sjá hér.