Laugardagurinn 17. nóvember 2018

Sjálfsmatsskýrsla

SjálfsmatsskýrslaSjálfsmat og skólaþróun eru nátengd hugtök í þeim skilningi að forsendur ákvarðana um breytingar og umbætur í starfsemi skólans hlýtur að vera einhvers konar mat á þeim árangri sem skólinn nær. Í Breiðagerðisskóla eru gæði skólastarfsins metin kerfisbundið og niðurstöður matsins birt á vef skólans í formi sjálfsmatsskýrslu.

Markmið með sjálfsmati grunnskóla er að:

  • Veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks skóla, viðtökuskóla, foreldra og nemenda.
  • Tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár grunnskóla.
  • Auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum.
  • Tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samvkæmt lögum.

Sjálfsmati skóla er ætlað að vera faglegur grundvöllur fyrir umbætur. Til að það stuðli að virkri skólaþróun þarf það að vera unnið með þáttöku allra sem starfsemin snertir. Sjálfsmatshringurinn hér fyrir neðan skýrir með einföldum hætti taktinn í sjálfsmatsvinnu skólans.

Skólabragur

Hvernig sköpum við
góðan skólabrag.

Sjá hér.

Skólaþróun

Hvernig þróum við skólastarfið?

Sjá hér.