Laugardagurinn 17. nóvember 2018

Skólaþróun

Það er mikilvægt að skólar þrói starfshætti sína í takt við breyttar þarfir nemenda og samfélagsins og nýjar rannsóknir á námi og kennslu. Það kallar auðvitað á að starfsfólk skólans sé leitandi í viðleitni sinni til að þróa störf sín og prófi ýmsar nýjungar. Hér fyrir neðan segjum við frá ýmsum áhugaverðum skólaþróunarverkefnum sem við erum eða höfum verið að fást við.

Við útskýrum málshætti og orðtök

Orðið margmiðlun merkir að miðla einhverju á margvíslegan hátt. Það verður stöðugt einfaldara að flétta saman texta, mynd og hljóð til að lífga upp á frásögn.  Á vorönn 2018 ákváðu Magnea og Þorkell að prófa þessa nýju möguleika með nemendum í sjötta bekk. Verkefni nemendanna var að gera þriggja mínutu langar stuttmyndir sem útskýra einhvern málshátt eða orðtak. Svona svipað og atriðin í þættinum Orðbragð sem var sýndur á RÚV fyrir nokkru síðan. Nemendur unnu þrjú til fimm saman og unnu eftir því ferli sem lýst er hér á eftir. Myndböndin sem notuð eru til útskýringar voru fengin af námsefnisvef menntamálastofnunar og unnin af Björgvini Ívari Guðbrandssyni kennara við Langholtsskóla. Hér er lýsing á verkefninu og upptalning á því sem nemendum er ætlað að læra af því.

Rethinking Nordic Education

Á skólaárinu 2013 - 2014 bentu Fanney Frisbæk og Roar Skullestad foreldrar við skólann á einstaklega góðan árangur nemenda Smeaheia skóla í Stavanger í stærðfræði. Árangur nemenda skólans kom í kjölfar breyttra áhersla í stærðfræði þar sem byggt var að aðferðafræði kennda við rússneskan sálfræðing að nafni Zankov. Eftir að skólinn hafði kynnt sér málið var ákveðið að sækja um NordPlus styrk til að innleiða aðferðafræðina í Breiðagerðisskóla. Styrkurinn fékkst og verkefni sem við kölluðum Nemath varð til. Unnið hefur verið að verkefninu unandfarna þrjá vetur. Verkefninu lauk formlega vorið 2017 en skólinn hefur ákveðið að halda innleiðingu breyttra áhersla í stærðfræðikennslu í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Hér má nálgast skýrsluna sem skilað var í kjölfar verkefnisins.

Skólabragur

Hvernig sköpum við
góðan skólabrag.

Sjá hér.

Skólaþróun

Hvernig þróum við skólastarfið?

Sjá hér.