Laugardagurinn 17. nóvember 2018

Skólaskákmót Breiðagerðisskóla 2018

Sigurvegararnir með Birni skákkennaraÞann 23. mars var skólaskákmót í Breiðagerðisskóla. Við vorum ekki alveg viss um hver áhuginn yrði hjá nemendum. Vissum þó að það væri heilmikill áhugi í sjötta bekk en ekki meir. Það kom okkur skemmtilega á óvart að áhuginn var mjög mikill. Hvorki meira né minna en 99 nemendur skráðu sig til leiks.

Skáksamband Íslands hjálpaði okkur og á miklar þakkir skyldar fyrir það. Þar fengum við skákklukkur, skáksett og taflborð að láni. Björn Ívar skákkennarinn okkar bar hitan og þungan af skipulaginu og stýrði herlegheitunum af stakri snilld. Nemendur tefldu síðan nokkrar umferðir. Að lokum þurfti að tefla nokkrar úrslitaskákir til að fá endanlega úr því skorið hver væri skákmeistari Breiðagerðisskóla skólaárið 2017 – 2018. Að lokinni úrslitarimmunni stóð Einar Dagur Brynjarsson nemandi í 3. bekk uppi sem sigurvegari. Í öðru sæti varð Pétur Alfreðsson nemandi í 6. bekk og í þriðja sætinu varð Jens Sigurðarson einnig nemandi í 6. bekk.

Við óskum þeim þremur til hamingju með árangurinn og reiknum með að þeir komi allir sterkir til leiks á næsta skólaári.

 

Skólabragur

Hvernig sköpum við
góðan skólabrag.

Sjá hér.

Skólaþróun

Hvernig þróum við skólastarfið?

Sjá hér.