Laugardagurinn 17. nóvember 2018

Hausthátíð og Ólympíuhlaup ÍSÍ

Veðrið hefur leikið við okkur tvo síðustu daga vikunnar. Sem var heppilegt því hausthátíð foreldrafélagsins var á fimmtudeginum og Ólympíuhlaup ÍSÍ á föstudeginum. Að venju var vel mætt á hausthátíðina. Veltibíllinn kom, yngri nemendur fengu andlitsmálningu hjá þeim eldri, BMX hjól mættu og sýndu listir sínar, skólalúðrasveitin tók nokkur lög og síðan renndu nemendur sér niður Álfhólinn í sápurennibrautinni. Eftir fyrri frímínúturnar var Ólympíuhlaup ÍSÍ. Allir nemendur skólans hlupu einn 2,5 km langan hring og sumir hlupu tvo í glaða sólskini. Það var ekki amalegt að ljúka skólavikunni með þessum hætti. Hér fyrir neðan er örklippa frá báðum viðburðunum.

Skolahlaup_hausthatid from Breidagerdisskoli on Vimeo.

Skólabyrjun 2018 - 2019

Skólasetning verður miðvikudaginn 22. ágúst. Nemendur mæta á sal á eftrfarandi tímum.

  • 2. bekkur kl. 8:30.
  • 3. bekkur kl. 9:00.
  • 4. bekkur kl. 9:30.
  • 5. bekkur kl. 10:00.
  • 6. bekkur kl. 10:30.
  • 7. bekkur kl. 11:00.

Foreldrar nemenda í 1. bekk verða boðaðir til viðtals hjá umsjónakennurum. Viðtölin fara fram miðvikudaginn 22. ágúst og fimmtudaginn 23. ágúst.

Skólaskákmót Breiðagerðisskóla 2018

Sigurvegararnir með Birni skákkennaraÞann 23. mars var skólaskákmót í Breiðagerðisskóla. Við vorum ekki alveg viss um hver áhuginn yrði hjá nemendum. Vissum þó að það væri heilmikill áhugi í sjötta bekk en ekki meir. Það kom okkur skemmtilega á óvart að áhuginn var mjög mikill. Hvorki meira né minna en 99 nemendur skráðu sig til leiks.

Skólaslit 2018

Skólaslit í Breiðagerðisskóla hjá 1. - 6. bekk verða fimmtudaginn 7. júní. Nemendur mæta á sal á eftirfarandi tímum.

 1. bekkur kl. 8:40

2. bekkur kl. 9:00

3. bekkur kl. 9:20

4. bekkur kl. 9:40

5. bekkur kl. 10:00

6. bekkur kl. 10:20

Að loknum hitting á sal fara nemendur og foreldrar með kennurum sínum í heimastofur og fá vitnisburð sinn fyrir önnina afhentan.

Kveðjustund 7. bekkjar verður þriðjudaginn 5. júní kl. 17:00. Nánari upplýsingar verða sendar síðar.

 

Þorgrímur les á sal

Þorgrímur Þráinsson kom í heimsókn til okkar þann 1. mars. Hann las upp úr nokkrum bóka sinna fyrir 6. og 7. bekk og fékk gott hljóð í rúm. hálftíma. Allir sýndu mikinn áhuga og höfðu greinilega gaman af.

Hillan hans Þorgríms á skólasafninu tæmdist eftir þessa frábæru lestrarstund.

Skólabragur

Hvernig sköpum við
góðan skólabrag.

Sjá hér.

Skólaþróun

Hvernig þróum við skólastarfið?

Sjá hér.