Þriðjudagurinn 19. júní 2018

Skólaskákmót Breiðagerðisskóla 2018

Sigurvegararnir með Birni skákkennaraÞann 23. mars var skólaskákmót í Breiðagerðisskóla. Við vorum ekki alveg viss um hver áhuginn yrði hjá nemendum. Vissum þó að það væri heilmikill áhugi í sjötta bekk en ekki meir. Það kom okkur skemmtilega á óvart að áhuginn var mjög mikill. Hvorki meira né minna en 99 nemendur skráðu sig til leiks.

Skólaslit 2018

Skólaslit í Breiðagerðisskóla hjá 1. - 6. bekk verða fimmtudaginn 7. júní. Nemendur mæta á sal á eftirfarandi tímum.

 1. bekkur kl. 8:40

2. bekkur kl. 9:00

3. bekkur kl. 9:20

4. bekkur kl. 9:40

5. bekkur kl. 10:00

6. bekkur kl. 10:20

Að loknum hitting á sal fara nemendur og foreldrar með kennurum sínum í heimastofur og fá vitnisburð sinn fyrir önnina afhentan.

Kveðjustund 7. bekkjar verður þriðjudaginn 5. júní kl. 17:00. Nánari upplýsingar verða sendar síðar.

 

Þorgrímur les á sal

Þorgrímur Þráinsson kom í heimsókn til okkar þann 1. mars. Hann las upp úr nokkrum bóka sinna fyrir 6. og 7. bekk og fékk gott hljóð í rúm. hálftíma. Allir sýndu mikinn áhuga og höfðu greinilega gaman af.

Hillan hans Þorgríms á skólasafninu tæmdist eftir þessa frábæru lestrarstund.

Öskudagur 2018

ÖskudagurSkóladagurinn var meira en lítið sérkennilegur í dag. Um alla ganga flæktust fjörugar kynjaverur sem skemmtu sjálfum sér og öðrum. Þessar kynjaverur fundu sér ýmislegt að gera. Fóru í leiki, bingó, föndur, dans og ýmislegt  fleira gerðu þær. Morguninn leið hratt og áður en varði var komið að hádegismat. Allir fengu pylsu og djús.

Reykjavíkuskákmót 1. - 3. bekkur

Í vikunni var Reykjavíkurskákmót grunnskólasveita nemenda í 1. - 3. bekk haldið í húsnæði Skákfélags Reykjavíkur. Guðbjartur, Magnús, Gunnar, Einar Dagur og Stefán Atli,  skipuðu lið skólans og stóðu sig vel. Unnu 16 skákir af 28. Liðið sem heild vann þrjá leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði þremur. Þeir enduðu í 8. sæti sem er mjög gott. Fimmtán lið tóku þátt í mótinu. Einar Dagur tók einnig þátt í Vesturbæjarbiskupnum í flokki 1. - 3. bekkjar og gerði sér lítið fyrir og vann þann flokk með fullu húsi stiga.

Skólabragur

Hvernig sköpum við
góðan skólabrag.

Sjá hér.

Skólaþróun

Hvernig þróum við skólastarfið?

Sjá hér.