Fimmtudagurinn 22. mars 2018

Þorgrímur les á sal

Þorgrímur Þráinsson kom í heimsókn til okkar þann 1. mars. Hann las upp úr nokkrum bóka sinna fyrir 6. og 7. bekk og fékk gott hljóð í rúm. hálftíma. Allir sýndu mikinn áhuga og höfðu greinilega gaman af.

Hillan hans Þorgríms á skólasafninu tæmdist eftir þessa frábæru lestrarstund.

Öskudagur 2018

ÖskudagurSkóladagurinn var meira en lítið sérkennilegur í dag. Um alla ganga flæktust fjörugar kynjaverur sem skemmtu sjálfum sér og öðrum. Þessar kynjaverur fundu sér ýmislegt að gera. Fóru í leiki, bingó, föndur, dans og ýmislegt  fleira gerðu þær. Morguninn leið hratt og áður en varði var komið að hádegismat. Allir fengu pylsu og djús.

Reykjavíkuskákmót 1. - 3. bekkur

Í vikunni var Reykjavíkurskákmót grunnskólasveita nemenda í 1. - 3. bekk haldið í húsnæði Skákfélags Reykjavíkur. Guðbjartur, Magnús, Gunnar, Einar Dagur og Stefán Atli,  skipuðu lið skólans og stóðu sig vel. Unnu 16 skákir af 28. Liðið sem heild vann þrjá leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði þremur. Þeir enduðu í 8. sæti sem er mjög gott. Fimmtán lið tóku þátt í mótinu. Einar Dagur tók einnig þátt í Vesturbæjarbiskupnum í flokki 1. - 3. bekkjar og gerði sér lítið fyrir og vann þann flokk með fullu húsi stiga.

Lestrarátak Ævars 2018

Af bókasafninu

Nú er lestrarátaki Ævars lokið og gaman af því hversu margir tóku þátt, um 260 miðum var skilað inn.  

Til Hamingju krakkar, þið eruð hreint frábær!

Nú eru lestrarmiðarnir komnir til Ævars og dregið verður úr lestrarátakspottinum þann 12. mars næstkomandi og þá komumst við að því hvort einhver úr okkar skóla verður ofurhetja í næstu bók Ævars.  Vinningshafar verða látnir vita samdægurs.

Endurskinsmerki eru töff

Endurskinsmerki

Nú er tími myrkursins hafinn á landinu okkar. Þegar börnin streyma í skólann að morgni er niðamyrkur og þau ekki sýnileg nema þau skarti endurskinsmerki. Á sama tíma er töluverð umferð og jafnvel flughálka eins og í morgun og þar með er hættan orðin enn meiri. Við hvetjum ykkur ágætu foreldrar til að hengja endurskinsmerki á börn ykkar öryggisins vegna.

Skólabragur

Hvernig sköpum við
góðan skólabrag.

Sjá hér.

Skólaþróun

Hvernig þróum við skólastarfið?

Sjá hér.