Laugardagurinn 17. nóvember 2018

Elliðaárdagar 2016

FiskaskodunÞriðjudaginn 31. maí fór fjórði bekkur í vettvangsferð í Elliðaárdalinn að hitta Jóhannes Sturlaugsson líffræðing sem fræddi okkur um fiska í Elliðaánum. Hann tók mjög vel á móti okkur og sýndi okkur gönguseiði sem hann er að telja, vigta/mæla og merkja. Nemendur fengu tækifæri til að skoða seiðin vel þar sem búið var að koma þeim fyrir í glærum flöskum og plastbölum. Nemendur voru áhugasamir um að skoða seiðin og snerta, en þeim fannst mest spennandi að fylgjast með Jóhannesi merkja seiðin og klippa veiðiuggann af þeim. Við þökkum Jóhannesi fyrir frábærar móttökur.

Innkaupalisti 5. bekkjar fyrir skólaárið 2016 - 2017

Innkaupalista fyrir 5. bekk má nálgast hér.

Innkaupalistinn

Teiknisamkeppni 4. bekkinga

Teikinsamkeppnims introMjólkursamsalan býður öllum nemendum í fjórða bekk á landinu að taka þátt í teiknisamkeppni. Þátttakan í samkeppninni er greinilega góð því yfir 1.300 myndir bárust af öllum landshornum í keppnina í ár. Dómnefnd velur síðan tíu bestu myndirnar og veita viðurkenningu fyrir. Ein af þessum tíu myndum var mynd sem Skarphéðinn Guðjónsson teiknaði. Það kom okkur ekkert mikið á óvart að myndin hans Skarphéðins yrði valin því hún er sérstaklega vel gerð og lýsir mikilli hugmyndaauðgi. Til hamingju Skarphéðinn.

Þriðji bekkur sýnir á sal

Ljóðið fluttFöstudaginn 6. mars hélt 3. bekkur skemmtun fyrir 1.-4. bekk. Þriðjubekkingar sömdu leikrit sem fékk nafnið ,,Drekinn ógurlegi í konungsríkinu" og vakti það mikla lukku meðal áhorfenda. Einnig fluttu þeir nokkur vel valin ljóð eftir Þórarin Eldjárn og túlkuðu boðskap ljóðanna með leikrænum tilþrifum. Skemmtunin var hluti af hringekjustarfi í 2.-4. bekkjar og yfirskrift hringekjunnar í mars er ,,leiklist og framkoma".

Skólabragur

Hvernig sköpum við
góðan skólabrag.

Sjá hér.

Skólaþróun

Hvernig þróum við skólastarfið?

Sjá hér.