Laugardagurinn 17. nóvember 2018

Teiknisamkeppni MS

DómnefndinÁ hverju ári stendur Mjólkursamsalan fyrir teiknisamkeppni meðal nemenda í 4. bekk. Í ár tóku hvorki meira né minna en 70 skólar þátt og rúmlega 1300 myndir bárust. Af þessum 1300 myndum hlutu tíu myndir náð dómnemdar. Það var sérlega ánægjulegt að frétta  að ein af myndunum tíu er mynd sem Kristín Hallbera Þórhallsdóttir teiknaði.

Myndinn hennar Kristínar sýnir hönd hella mjólk um allt ísland. Hugmyndin hennar Kristínar er stórsnjöll og bekkjarsjóðurinn sem var tómur fyrir er núna 40 þúsund krónum ríkari.

Á myndinni hér til hliðar má sjá dómnefndina. Hér fyrir neðan er síðan verðlaunamyndin. Ef þið viljið sjá hinar verðlaunamyndirnar þá eru þær hér.

Skólabragur

Hvernig sköpum við
góðan skólabrag.

Sjá hér.

Skólaþróun

Hvernig þróum við skólastarfið?

Sjá hér.