Laugardagurinn 17. nóvember 2018

Stóra upplestrarkeppnin

Fyrstu þrjú sætin

Það hefur alltaf þótt mikill og góður kostur að geta kveðið skýrt og greinilega að því sem maður ætlar að segja. Það átti við hér í gamla daga þegar kvöldvökurnar í baðstofum voru og hétu og það á enn við í dag þótt tæknin bæti stöðug við nýjum miðlum. Það kemur ekkert í staðin fyrir góðan lestur og góða framsögn.

Rúmmálsverkefni

Nemendur með öskjurNemendur í 7.bekk fengu það heimaverkefni að hanna og búa til öskju. Þau þurftu að reikna út rúmmál og yfirborðsflatarmál öskjunnar og skila öllum útreikningum á blaði. Einnig áttu þau að skreyta öskjuna með mynstri t.d.speglun, hliðrun og/eða snúning. Öskjur nemenda voru fjölbreyttar og skemmtilegar og voru þær hluti af námsmatinu í stærðfræði.

Trúarbragðafræði

Nemendur í 4. bekk hafa verið að læra um helstu trúarbrögð heims. Fjölbreytt vinna hefur farið fram og m.a. unnu nemendur vinnubók sem þeir lögðum mikla vinnu og tíma í. Þegar verkefninu lauk fór fram sjálfsmat og greinilegt er að nemendur eru stoltir af vinnu sinni.

 

Vinningshafar í teiknisamkeppni

 

Í haust tóku nemendur í 4. bekk þátt í teiknisamkeppni í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn. Alls bárust rúmlega 1100 myndir frá 4. bekkingum í 60 grunnskólum. Valdar voru til verðlauna 10 myndir og voru tveir vinningshafar úr Breiðagerðisskóla. Þær Álfrún Tinna Guðnadóttir og Ásta Katrín Ágústsdóttir unnu 25000 krónur hvor og runnu peningarnir í sjóð árgangsins. Nemendur nýttu verðlaunaféð síðastliðinn laugardag. Þá fóru þeir ásamt umsjónarkennurum og sáu leikritið Galdrakarlinn í Oz í Borgarleikhúsinu. Hægt er að skoða myndir stúlknanna og sjá nánari upplýsingar um keppnina á vefsíðunni http://www.skolamjolk.is

Barnamenningarhátið

Nemendur í 4. bekk tóku þátt í hópdansi við setningu barnamenningarhátíðar í Hörpu. Á eftir fóru krakkarnir á tónleika í Eldborgarsalnum þar sem Ingó veðurguð og Blár opal héldu upp stuði. Allir skemmtu sér vel.

 

Skólabragur

Hvernig sköpum við
góðan skólabrag.

Sjá hér.

Skólaþróun

Hvernig þróum við skólastarfið?

Sjá hér.