Fimmtudagurinn 22. mars 2018

Stóra upplestrarkeppnin 2018

Nú er fyrri hluta Stóru upplestrarkeppninnar lokið. Það er innanskólakeppnin í henni leitum við að bestu upplesurum í 7. bekk í Breiðagerðisskóla og fulltrúum skólans í milliskólakeppni. Sú keppni verður í Grensáskirkju í apríl. Dómarar í keppninni voru Una Bjarnadóttir frá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, Anna Vigdís Ólafsdóttir kennari og Hólmfríður Þorvaldsdóttir kennari. Eftir að hafa hlutstað á keppendur lesa brugðu dómararnir sér frá og réðu ráðum sínum. Þeim var vandi á höndum því lesarar voru ansi jafnir.

Á meðan keppendur og áhorfendur biðu úrslitanna afhenti skólastjóri keppendum bókaviðurkenningu fyrir þátttökuna. Una Bjarnadóttir tilkynnti síðan úrslitin fyrir hönd dómaranna. Niðurstaðan varð sú að Svavar Árni Norðfjörð og Kristrún Ágústsdóttir munu lesa fyrir hönd skólans í lokakeppninni. Nína Radjani Tryggvadóttir verður varamaður. Núna látum við okkur bara hlakka til seinni hlutans.

Skólabragur

Hvernig sköpum við
góðan skólabrag.

Sjá hér.

Skólaþróun

Hvernig þróum við skólastarfið?

Sjá hér.