Fimmtudagurinn 22. mars 2018

Stóra upplestrarkeppnin 2018

Nú er fyrri hluta Stóru upplestrarkeppninnar lokið. Það er innanskólakeppnin í henni leitum við að bestu upplesurum í 7. bekk í Breiðagerðisskóla og fulltrúum skólans í milliskólakeppni. Sú keppni verður í Grensáskirkju í apríl. Dómarar í keppninni voru Una Bjarnadóttir frá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, Anna Vigdís Ólafsdóttir kennari og Hólmfríður Þorvaldsdóttir kennari. Eftir að hafa hlutstað á keppendur lesa brugðu dómararnir sér frá og réðu ráðum sínum. Þeim var vandi á höndum því lesarar voru ansi jafnir.

Einhver Ekkineinsdóttir

Mýrin, bókmenntahátíðMýrin, alþjóðleg barnamenningarhátíð var haldin í Norræna húsinu dagana 6. - 10. október. Nemendur í 6. bekk skunduðu af stað einn morguninn til að sækja hátíðina heim. Þrátt fyrir dálitla strætóhrakninga mætti hópurinn á réttum tíma í Norræna húsið.

Innkaupalisti 6. bekkjar fyrir skólaárið 2016 - 2017

Innkaupalistann má nálgast hér.

Innkaupalisti

Eldsmiðurinn

Jársmíði við trén á hólnum.Að hamra járnið á meðan það er heitt er gamall íslenskur málsháttur. Það gerðu nemendur í fimmta bekk í orðsins fyllstu merkingu þegar Einar Gunnar eldsmiður kom í heimsókn á þriðjudaginn og kenndi þeim handtökin í járnsmíði. Einar stillti sér upp við trén á hólnum með sín tæki og tól og nemendur streymdu til hans og fengu að prófa málmsmíði. Til að læra og skilja hvernig hlutirnir virka er þetta langbesta leiðin. Að fá að prófa sjálfur. Krakkarnir í fimmta bekk hafa örugglega betri skilning á hvað felst í því að hamra járnið eftir þessa kennslustund heldur en ef þau hefðu lesið um sama hlut í bók. Við þökkum Einari kærlega fyrir að hafa gefið skólanum af tíma sínum og miðla þessu forna handbragði til þeirra. Hér fyrir neðan eru fleiri myndir.

Skólabragur

Hvernig sköpum við
góðan skólabrag.

Sjá hér.

Skólaþróun

Hvernig þróum við skólastarfið?

Sjá hér.