Laugardagurinn 17. nóvember 2018

Reyklaus bekkur

Tóbakslaus bekkurTil að bjarga heiminum ú klóm tóbaksins ákvað sjöundi bekkur að skrá sig til leiks í keppninni Tóbakslaus bekkur. 7. 8. og 9. bekkur má taka þátt en aðeins ef bekkurinn er tóbakslaus. Um 240 bekkir sendu efni inn í keppnina í ár og skemmst er frá að segja að Sjöundi bekkur var einn af tíu skólum sem fengu verðlaun fyrir verkefnið sitt. Hér fyrir neðan má sjá atriðið þeirra og hér er frétt á vef landlæknis.

Stóra upplestrarkeppnin 2018

Nú er fyrri hluta Stóru upplestrarkeppninni lokið þetta árið. Fyrri hlutinn var innanskólakeppni en í henni leitum við að bestu upplesurum í 7. bekk í Breiðagerðisskóla og fulltrúum skólans í milliskólakeppni. Sú keppni verður í Grensáskirkju í apríl. Dómarar í keppninni voru Una Bjarnadóttir frá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, Anna Vigdís Ólafsdóttir kennari og Hólmfríður Þorvaldsdóttir kennari. Eftir að hafa hlutstað á keppendur lesa brugðu dómararnir sér frá og réðu ráðum sínum. Þeim var vandi á höndum því lesarar voru ansi jafnir.

Einhver Ekkineinsdóttir

Mýrin, bókmenntahátíðMýrin, alþjóðleg barnamenningarhátíð var haldin í Norræna húsinu dagana 6. - 10. október. Nemendur í 6. bekk skunduðu af stað einn morguninn til að sækja hátíðina heim. Þrátt fyrir dálitla strætóhrakninga mætti hópurinn á réttum tíma í Norræna húsið.

Innkaupalisti 6. bekkjar fyrir skólaárið 2016 - 2017

Innkaupalistann má nálgast hér.

Innkaupalisti

Skólabragur

Hvernig sköpum við
góðan skólabrag.

Sjá hér.

Skólaþróun

Hvernig þróum við skólastarfið?

Sjá hér.